Grísahaus eldaður: Seðjandi grísasulta frá grunni, með nýjum kartöflum, súrum gúrkum og sterku sinnepi!

Ég lofaði því á dögunum að fengi ég eitt þúsund likes á facebook síðuna mína – The Doctor in the Kitchen – myndi ég elda og borða grísahaus. Ég er því að standa við það loforð með þessari færslu. Hugmyndin að færslunni fæddist þegar við hjónin vorum á ferð um London seint s.l. vetur. Við … Lesa meira

Dísæt jarðarber með jógúrtfroðu – frábær síð-sumareftirréttur!

Ég fékk nýverið sendingu af matreiðslubókum frá Amazon. Ég panta matreiðslubækur nokkrum sinnum á ári og svo ligg ég yfir þessum bókum vikurnar á eftir og safna í sarpinn. Það er ekki oft sem ég elda beint eftir uppskrift heldur nota ég matreiðslubækurnar meira til að vekja mér innblástur. Þessi uppskrift er innblásin af einni af … Lesa meira

Sólarhrings-konfíterað lambalæri með kryddjurta-bernaise að hætti Úlfars Finnbjörnssonar

Móðir mín óskar gjarnan eftir „bloggmáltíð“ þegar hún kemur í heimsókn – og þá er hún að meina einhverja nýja uppskrift sem á endar á síðunni minni. Hún sættir sig þó við að fá endurunnar uppskriftir en ef maður vill gleðja kellu – þá eldar maður eftir hennar óskum. Hún á það nú líka skilið! … Lesa meira

Fleiri borgarar; Með portobello sveppum, gráðaosti og karmelliseruðum rauðlauk

Það þykir nú kannski ekki merkilegt að raða inn færslum um hamborgara hverri ofan í aðra en þar sem ég er sérstakur áhugamaður um hamborgara finnst mér það vel við hæfi. Ég var nýverið með færslu um hamborgara sem ég grillaði þegar við vorum í sumarhúsi í Danmörku. Þá hafði okkur verið fært safn af … Lesa meira

Ofngrillaður þorskhnakki með ansjósu-& kaperssmjöri og gómsætu kartöflusalati

  Okei! Það eiga sennilega ekki margir eftir að lesa þessa færslu. Ég hef lært það á því að hafa bloggað í núna rúmlega fimm ár að „fisk“færslur fá alltaf færri heimsóknir en kjötfærslur. Bökunar- og jólafærslur fara hinsvegar í gegnum þakið! Svo hafa ansjósur ótrúlega slæma ímynd – og algerlega að ósekju. Ansjósur sem … Lesa meira

Grillaðar rauðar pylsur með pækluðum rauðlauk, dijonmayo, kotasælu og salati

Við komum úr sumarbústaðnum seinni partinn í gær. Við höfðum byrjað daginn með látum með því að þrífa allt húsið hátt og lágt! Síðan ókum við sem leið lá til Kaupinhafnar og gengum smá hring frá Kongens Nytorv út á Nørregade í verslunina Notre Dame þar sem við keyptum smá nauðsynjar fyrir barnaherbergin. Síðan mjökuðum við … Lesa meira

Gómsætir grillaðir hamborgarar með íslenskum dalaostum og sveitakartöflum

Ég hef nokkrum sinnum bloggað um hamborgara áður – en kannski ekki eins oft og þessi herramannsmatur á skilið þar sem ég er mikill aðdáandi alvöru hamborgara og þá sér í lagi ostborgara. Snemma árið 2010 fór ég í heimsókn til vinar míns í Danmörku sem hafði efnt til mikillar ostborgaraveislu fyrir okkur félaga sína. … Lesa meira

Grilluð flankasteik með graslaukssósu og steiktum lauk & sveppum

Ég man ekki eftir því að hafa séð þennan bita, flankasteik, á meðan ég bjó á Íslandi. Það getur auðvitað verið vegna þess að ég var ekkert sérstaklega að leita að þessum bita! Hvað um það – þá er þetta afar góður grillbiti. Yfirleitt er hann á mjög góðu verði miðað við „betri bitana“ á … Lesa meira

Grill grill grill: fylltar litríkar papríkur, grillaðar kjúklingabringur og gróft flatbrauð

Þrátt fyrir að þetta hafi verið kaldasti júnímánuður í Svíþjóð nánast síðan að mælingar hófust þarf ekki mikla sól til þess að maður fari í grillskap. Það er auðvitað alltaf skemmtileg stemming að grilla – ég held að flestir séu sammála um það. Og á sumrin verður þetta nánast eins og múgæsing. Og ekki að … Lesa meira

Djéskotigóð Djöflaegg – með dijon sinnepi og graslauk á sumarsólstöðum

Þetta er réttur sem ég held að hafi fallið í gleymsku fyrir áratugum síðan. Samkvæmt heimildum mínum fóru menn að gera djöflaegg á tímum Rómverkja og er þessi réttur þekktur víða. Ég man eftir því sem krakki að hafa borðað þetta í einhverri veislunni en ekki séð þetta á hlaðborðum síðan ég sleit barnskónum. En … Lesa meira