Grísahaus eldaður: Seðjandi grísasulta frá grunni, með nýjum kartöflum, súrum gúrkum og sterku sinnepi!

Ég lofaði því á dögunum að fengi ég eitt þúsund likes á facebook síðuna mína – The Doctor in the Kitchen – myndi ég elda og borða grísahaus. Ég er því að standa við það loforð með þessari færslu. Hugmyndin að færslunni fæddist þegar við hjónin vorum á ferð um London seint s.l. vetur. Við … Lesa meira

Dísæt jarðarber með jógúrtfroðu – frábær síð-sumareftirréttur!

Ég fékk nýverið sendingu af matreiðslubókum frá Amazon. Ég panta matreiðslubækur nokkrum sinnum á ári og svo ligg ég yfir þessum bókum vikurnar á eftir og safna í sarpinn. Það er ekki oft sem ég elda beint eftir uppskrift heldur nota ég matreiðslubækurnar meira til að vekja mér innblástur. Þessi uppskrift er innblásin af einni af … Lesa meira

Sólarhrings-konfíterað lambalæri með kryddjurta-bernaise að hætti Úlfars Finnbjörnssonar

Móðir mín óskar gjarnan eftir „bloggmáltíð“ þegar hún kemur í heimsókn – og þá er hún að meina einhverja nýja uppskrift sem á endar á síðunni minni. Hún sættir sig þó við að fá endurunnar uppskriftir en ef maður vill gleðja kellu – þá eldar maður eftir hennar óskum. Hún á það nú líka skilið! … Lesa meira

Fleiri borgarar; Með portobello sveppum, gráðaosti og karmelliseruðum rauðlauk

Það þykir nú kannski ekki merkilegt að raða inn færslum um hamborgara hverri ofan í aðra en þar sem ég er sérstakur áhugamaður um hamborgara finnst mér það vel við hæfi. Ég var nýverið með færslu um hamborgara sem ég grillaði þegar við vorum í sumarhúsi í Danmörku. Þá hafði okkur verið fært safn af … Lesa meira