Djéskotigóð Djöflaegg – með dijon sinnepi og graslauk á sumarsólstöðum

Þetta er réttur sem ég held að hafi fallið í gleymsku fyrir áratugum síðan. Samkvæmt heimildum mínum fóru menn að gera djöflaegg á tímum Rómverkja og er þessi réttur þekktur víða. Ég man eftir því sem krakki að hafa borðað þetta í einhverri veislunni en ekki séð þetta á hlaðborðum síðan ég sleit barnskónum. En … Lesa meira

Dúndur Marbella kjúklingur að hætti mömmu með hrísgrjónum og salati. Revisited!

Þessi réttur er „signatúr“ réttur móður minnar og hún er frábær kokkur! Hún hefur verið að elda þennan rétt síðastliðin fimmtán ár við afar góðar undirtektir. Móðir mín kynntist þessum rétti í gegnum vinkonu sína þegar við fjölskyldan bjuggum í Kanada þar sem móðir mín var við framhaldsnám í kennslufræði. Uppskriftin birtist fyrst í bók … Lesa meira

Surf & turf; Grilluð nautasteik og glóðaður humar með hvítlaukssósu

Það hefur verið ansi annasamt síðastliðna daga. Ég var að koma heim úr héraði, þar sem var nóg að gera og núna á mánudaginn hóf ég störf á nýrnadeildinni í Lundi. Þar mun ég vinna í sumar og í haust mun ég geta sótt um sérfræðiréttindi í gigtarlækningum. Tíminn líður svo hratt – næsta haust verða … Lesa meira

Gómsæt baka með skinku, spergilkáli og ljúffengum Västerbottenosti!

Bökur af þessu tagi eru klassískur saumaklúbbsréttur. Ég man ekki eftir því þegar ég smakkaði fyrstu bökuna en ég man klárlega eftir þeirri sem mér fannst vera best. Síðla sumars 2010 leigðum við fjölskyldan húsbíl og ókum sem leið lá til Frakklands. Við keyrðum í gegnum Champagne hérað, suður til Djion í Búrgúndarhéraði, smá útúrdúr til Bern … Lesa meira

Einn besti saltfiskréttur allra tíma með ólívum, kapers, sólþurrkuðum tómötum og skorðalía kartöflumús

Þennan rétt, sem á rætur að rekja til Miðjarðarhafsins, fékk ég í fyrsta sinn hjá nágrönnum mínum – Jóni Þorkeli og Álfhildi. Þau báru fram þennan dýrindisrétt gerðan úr íslenskum saltfiski og hann varð hreinasta lostæti! Kartöflumúsina fengum við þó ekki hjá nágrönnum okkar heldur bættum við því þegar við reyndum að líkja eftir réttinum þeirra. … Lesa meira