Gómsæt grísapanna með blönduðu grænmeti og hrísgrjónum undir austurlenskum áhrifum

  Hugmyndina að þessari uppskrift fékk ég frá kunningja mínum sem nýverið seldi gigtardeildinni sem ég starfa á tvö ómskoðunartæki. Hann kom í heimsókn og var að sýna mér tækin og stilla þau inn þegar umræður okkar bárust fljótt að því sem okkur var næst hjarta – mat! Hann var með margar góðar hugmyndir að … Lesa meira

kynnir: The Doctor in the Kitchen!

Býð lesendur Eyjunnar velkomna að kíkja á ensku útgáfu heimasíðunnar minnar sem fór í loftið í seinustu viku. Verið hjartanlega velkominn í heimsókn! http://www.thedoctorinthekitchen.com

Safaríkar fylltar kjúklingabringur með einföldu salati og ofnbökuðu grænmeti

Kannski er þessi uppskrift eitthvað meira í áttina að þeim hollari lífstíl sem maður á að hefja ætti nýja árið með! Ég var eitthvað búinn að nefna það í síðustu færslum að ég ætlaði að stefna eitthvað í þá áttina. Þetta er kannski bara hálfa leiðina þangað, eða bara einn þriðja hluta leiðarinnar. Það er … Lesa meira

Pottþéttar heimagerðar Cumberland pylsur og kartöflumús með lauksósu – Banger’s & Mash with onion gravy

Það er ár og öld síðan að ég gerði pylsur seinast. Reyndar rekur mig í minni til að hafa einungis gert pylsur einu sinni áður. Það var fyrir sjö árum síðan – þegar ég var að vinna á svæfingar- og gjörgæsludeild Landspítalans. Einn af kollegum mínum, Hjördís Smith svæfingalæknir og mikill gourmet, sáði þessari hugmynd og … Lesa meira

Áramót: Tveir forréttir; Humar og foie gras og svo Buff Wellington með ofnbökuðum kartöflum og frábært rauðvín

Það er góð ástæða fyrir því að maður hefur ekki verið iðinn við bloggið síðustu vikuna. Maður er hreinlega eftir sig eftir svona gengdarlaust át – eins og það sem er yfir hátíðirnar. Og ég verð nú eiginleg að játa að ég er með samviskubit að vera að blogga um enn eina veislumáltíðina. Það hefði verið … Lesa meira