Mögnuð GRILLVEISLA fyrir hundrað manns; Naut, lamb, kjúklingur – bulgursalat, taichiki, pestó og heimagert brauð

Núna um seinustu helgi var hin árlega götuveisla Púkagrandans (núna má maður segja árlega þar sem þetta var í annað sinn hún var haldin!). Ég var meðstjórnandi í undirbúningsnefndinni sem í ár var undir stjórn Latífu í húsi nr. 36 og svo Signýjar Völu kollega míns úr húsi númer 7. Auðvitað komu fleiri nágrannar að … Lesa meira

Gómsætt heimagert Gnocchi di Patate með heimagerðu Pestó

Það er langt síðan að ég gerði gnocchi síðast. Og það var meira að segja svo að ég bloggaði um það þegar ég gerði það seinast. Það var haustið 2007 og þá gerði ég gnocchi á sama hátt og nú nema hvað þá gerði ég afar einfalda og ljúffenga tómatsósu. Í þetta sinnið hafði ég … Lesa meira

Pottþéttar pönnusteiktar kjúklingabringur með strengjabaunum, hrísgrjónum og einfaldri sósu

Það eru búið að vera ljúft að vera í Lundi þessa seinustu daga. Seinustu helgi vorum við með götuveislu í Púkagrandanum líkt og í fyrra. Þetta var sannkölluð fjölskylduhátíð. Við byrjuðum að undirbúa þetta fyrir næstum tveimur mánuðum síðan. Þátttakan var alveg frábær og dagurinn heppnaðist alveg stórvel. Bæði ungir sem aldnir voru ánægðir með … Lesa meira

Ofngrillaður lax með mísóhjúp, ofnbökuðu blönduðu grænmeti, hrísgrjónum með wasabesósu

Eins og ég hef oft nefnt hérna áður þá er ekki eins auðvelt að verða sér útum góðan fisk hér eins og heima á Fróni – það er nú eitt af því sem við Íslendingar getum montað okkur af … gæðin á þeim fisk sem við fáum að kaupa í búðunum. Og hvað sem allir … Lesa meira

Það nýjasta af grillinu: Eldgrillaðar flatbökur og Suðræn Svínarif með maískólfum

Sumarið er löngu komið hérna í Suður Svíþjóð. Veðrið hefur leikið við okkur síðastliðnar þrjár til fjórar vikurnar. Hitinn hefur farið yfir tuttugu stig og það er alveg ljóst að yngstu meðlimir fjölskyldunnar njóta sín fram í hið ýtrasta. Öll börnin í hverfinu eru úti að leika sér frá því þau koma heim úr skólanum … Lesa meira

Ljómandi SJÖ klukkutíma lambalæri með ekta lambasósu og ostakartöflugratíni

Hef nýlega byrjað að lesa eina af bókum Michael Pollan, In defence of Food, sem fjallar um hvernig við á Vesturlöndum meðhöndlum matinn okkar. Bæði hvernig hann er framleiddur, hvernig við förum með skepnurnar sem við síðan leggjum okkur til munns, hvernig ræktum grænmetið okkar, hvernig við förum síðan með hráefnið, hvaða efnum við blöndum saman … Lesa meira