Silkimjúkt Spaghetti með reyktri bleikju, rauðlauk og kapers. Namminamm!

Tveir pastaréttir í röð! Það verður að segjast að það er ansi mónótón! Það var þó ekki lagt upp með slíkt. Mín hugmynd var að gera ommilettu á franska vísu með sömu hráefnum – en ég varð að lúta lægra haldi fyrir heimilisfólki sem stakk upp á að gera annað. Maður getur ekki alltaf fengið … Lesa meira

Létt og gott penne alla frutta di terra með salati og brauðhleif

Hérna í Púkagrandanum númer eitt höldum við áfram að njóta manifestósins sem lagt var upp með í upphafi ársins. Á virkum dögum höfum við þann háttinn á að við eldum grænmetisrétt einn daginn og svo fiskrétt hinn. Þetta hefur næstum alltaf tekist. Við höfum einnig lagt okkur fram að hafa réttina í léttara lagi – … Lesa meira

Hin fullkomna ofnsteikta „roast“ kartafla! Viva kartöflur!

Það er alveg þess virði að blogga um þetta efni. Kartöflur eru auðvitað eitt besta og vinsælasta meðlæti sem um getur. Það er nú svo að frönsk kartafla er mest selda vörutegund í heiminum en að mínu mati er ofnsteikta kartaflan sú allra besta. Það er fátt sem nær að skáka kartöflu sem hefur hlotið þá … Lesa meira

Er hægt að gera hollt „Mac and cheese“? Gómsæt útgáfa með blómkáli og púrrulauk!

Makkarónur með osti er ákaflega vinsæll réttur vestanhafs og telst til svokallaðs“comfort food“. Slíkur matur er yfirleitt hlaðin kolvetnum og oftast gerður með miklu smjöri og rjóma og er eftir því… oftast ári góður. Vermir sálina en hýðir síðuna! Þessi réttur er tilraun til að gera holla útgáfu af þessum ágæta rétt. Og svei mér … Lesa meira

Ljúffeng marókósk Tagine með „butternut“ graskeri og kjúklingabaunum með kúskús

Það varð að víkja útaf Manifestóinu í gærkvöldi – mánudagskvöldið. Ástæðan var að mínu mati skiljanleg. Við höfðum eldað lambalæri með ofnbökuðu grænmeti á sunnudagskvöldið – svona ekta sunnudagssteik og það varð talsverður afgangur af matnum. Þar sem það að henda mat á mínu heimili telst til stærstu synda varð auðvitað að nota afgangana. Og … Lesa meira

Ótrúlega ljúffeng Steik og Guinnessbaka með grænum baunum: Heimsótt aftur – fyrir mömmu!

Við vöknuðum eldsnemma í gærmorgun og rifum okkur á fætur. Þó að það væri laugardagur. Við drifum okkur á skíði. Þegar maður býr á flatlendinu á Skáni er fátt um fína drætti þannig að við keyrðum 100 km norður og við landamæri Skánar og Halland er að finna lítið skíðasvæði, Vallåsen. Þarna eru tvær stólalyftur … Lesa meira

Fantagóðar flatbökur á föstudagskvöldi. Allt rímar í vikulok!

Á föstudögum höfum við oft haft þann háttinn á að gera flatbökur. Slíkt hef ég bloggað um oft áður. Við ótal tækifæri! Læt fylgja nokkra hlekki! Það er bara engin leið að verða leiður á þessum mat. Samt, ef maður brýtur þetta niður þá er þetta bara brauð með osti. Bara brauð með osti. Sem … Lesa meira

13. janúar: Gómsætur ofnbakaður lax með austurlenskum áhrifum, hrísgrjónum og salati

Þetta er fyrsta formlega færslan mín hérna á Eyjunni – Sarpurinn minn var þó fluttur yfir í morgun af tæknifólki eyjunnar og kann ég þeim góðar þakkir fyrir. Fyrir þá sem hafa áhuga er þar að finna færslurnar mínar í gegnum árin. Allt um matargerð frá því að ég byrjaði að blogga, rétt fyrir jólin … Lesa meira

10. janúar: Steinbíts- og smálúðufiskibollur með hvítlaukssósu, kartöflum með dilli og salat

Núna er aftur kominn virkur dagur. Og þá vík ég aftur að manifestóinu – það þýðir ekkert að gefast upp strax þrátt fyrir smá frávik strax á fimmtudaginn í seinustu viku. Og á mánudögum er löng hefð fyrir því að hafa fisk. Þetta auðvitað góður vani á mörgum íslenskum heimilum. En það er engin kúltur … Lesa meira

The DEATH STAR of all Cheese burgers:Magnificent moose burger with mature chedder, homemade garlic aioli and caramellized onions!

This blog will be in English – in the sovereign tongue of the mighty English language. Lets hope it holds the adjectives and nouns necessary to decribe this wonder that was our supper this so very cold and dark evening of the seventh of january of the new year of 2011. One might ask – … Lesa meira