Grasekkill bloggar: Spaghetti con burro e salvia e un bicchiere di vino bianco

Eins og stendur er ég grasekkill. Snædís og börnin mín fóru til Íslands núna á miðvikudaginn heilli viku á undan mér! Ég er með hefðbundna afsökun – ég þurfti að vinna. Mér bauðst í vor að vinna aftur í Helsingborg í íhlaupum sem nokkurskonar uppdubbaður sérfræðingur. Það var erfitt að hafna tilboðinu og í staðinn … Lesa meira

Marineraðar BBQ svínakótilettur með maísstöngli og fersku salati.

Það hefur skipt á með skini og skúrum núna seinustu vikurnar. Svíar eru orðnir ansi langeygir eftir sumrinu. Ég segi þeim í gríni að þeir séu núna að upplifa íslenskt sumar – rigning og rok. Svo kíkir maður á íslensku veðurspárnar og verður fullur öfundar. Við höfum alltént reynt að nýta og njóta sumardagana þegar … Lesa meira

Gómsæt ofnbökuð þykkvalúra (lemon sole) með nýjum kartöflum, salati og hvítvínstári

Erum með frábæra gesti frá Íslandi um þessar mundir. Vigdís og Bassi vinir okkar og yndisleg dóttir þeirra Úlfhildur Ragna komu í heimsókn á föstudaginn var og verða hjá okkur í viku. Við erum mikið búin að hlakka til þessarar heimsóknar. Vigdís á alltaf sérstakan sess í hjörtum okkar hjóna því án hennar hefðum við aldrei … Lesa meira