Afmælisblogg úr Ölpunum; Heileldaður grís með freyðandi bjór og söngskemmtun með skíðakóngum

Það er ekki hægt að kvarta – bara alls ekki. Ég fæ að njóta afmælisdagsins í Ölpunum. Þá verður lífið bara ekki betra – alltént ekki á mínum mælikvarða. Við fjölskyldan keyrðum suður til Austurríkis frá Lundi á einum og hálfum sólarhring. Gistum á arfaslöku hóteli í Hamborg – sem við bókuðum á netinu – … Lesa meira

Bestu hamborgarar allra tíma? Ótrúleg borgaraveisla í Danmörku – öllu tjaldað til!

Hamborgarar eru góður matur. Það er merkilegt hversu góð samloka, hamborgari í raun er. Þessi samblanda nautahakks, brauðs, grænmetis og hina ýmsu sósa – hvað þetta er vel heppnað. Fáar samlokur standast hamborgaranum snúning. Það bara verður að segjast. En hamborgarinn á líka sínar myrku hliðar. Þessum ágæta rétti hefur verið skipulega nauðgað af skyndibitastöðum … Lesa meira

Helgarveisla; Gómsæt ofnbökuð kalkúnabringa með sveppasósu, Kartöflum duphnoisase og hvítlaukssteiktu rósakáli

Ég hef verið latur við að blogga síðustu vikur. Óvenjulega latur. Það er ekki vegna þess að við höfum verið eitthvað löt í eldhúsinu – langt í frá. Þannig er mál með vexti að ég og bróðir minn höfum verið í átaki – hann hætti að reykja og við byrjuðum að lyfta – og þá … Lesa meira