Þakkarblogg: Gleðilegt ár og farsælt komandi ár!

Ég vil nota tækifærið og þakka lesendum bloggsíðunnar minnar samferðina núna á árinu sem er að líða.  Þetta hefur verið sérstaklega ánægjulegt matarár þó að það hafi verið erfitt á öðrum sviðumheima á Fróni Það hefur verið einstaklega ánægjulegt hversu margar heimsóknir síðan mín hefur fengið núna yfir hátíðirnar bæði hérna á miðjunni og moggablogginu. … Lesa meira

Halló heimur!

Laufabrauðsgerð í Púkanum. Laufabrauð eftir hefð og einnig ljúffeng mistök

Við ætluðum að vera sérstaklega metnaðarfull þessi jólin og gera laufabrauð. Þetta væri þá í fyrsta sinn sem við tækjum upp á því. Mamma leiddi verkið áfram – Þar sem við erum öll heldur reynslulítil við laufabrauðgerð var byrjað á að leita að uppskriftum á Netinu – og í tiltækum bókum. Að sjálfsögðu var flett … Lesa meira

Og svona fór fyrir rjúpunum. Confit de lagopéde, hefðbundnar og svo snöggsteiktar með dásemdar meðlæti

Eldamennskan er komin á fullt. Hún hófst reyndar fyrir ansi löngu síðan þegar ég að ég lagði í hangilærið fyrir að verða tíu vikum síðan. Það kemur reyndar í ljós á morgun hvort að sá gerningur muni skila tilætluðum árangri. Þá er á dagskrá að taka lærin inn – skola þau undir rennandi vatni og … Lesa meira

Einstakir íslenskir forréttir að hætti föður míns innblásnir af þekktum uppskriftum – lausnir í kreppunni?

Eins og kom fram í fyrri færslu þá hef ég fengið fjölskylduna mína í heimsókn yfir hátíðarnar. Það er virkilega notalegt. Þröngt vissulega en notalegt. Það verður að segjast að það getur verið erfitt að vera síðastur í sturtu þar sem heita vatnið getur klárast og þá þarf að hafa hraðar hendur. Sannarlegur kattaþvottur. Annars … Lesa meira

Hej allihopa! Sænskur heimilismatur; léttsöltuð og soðin uxasíða með rótargrænmeti og þremur tegundum af sinnepi

Það ætti ekki að fara framhjá neinum að það eru að koma jól. Sumum til gleði og öðrum til ama. Ég mara í hálfu kafi einhversstaðar mitt á milli. Það verður seint hægt að kalla mig  jólabarn en jólamaturinn finnst mér góður (hvern hefði grunað)!. Jólahald í Svíþjóð eru rólegri nótum en þekkist á Fróni. … Lesa meira

Í vetrarmyrkrinu rifjast upp sumarið: Grillaður skötuselur með saus hollandaise með kartöflum með dilli og einföldu salati

Ég fjárfesti ekki fyrir svo löngu í hörðum disk til að geta geymt öll gögnin mín, myndir og tónlist og svoleiðis. Þegar ég var að flytja allt þetta yfir á diskinn þá fór ég að fara í gegnum myndirnar mínar síðustu mánuði. Það kom á daginn það sem mig hafði grunað. Ég á í farteskinu … Lesa meira

Byrjum á Spaghetti með chorizopylsu, kirsuberjatómötum og basil á nýju bloggi. Namminamm

Það er spennandi að vera að flytja sig á nýtt vefsetur.Ég hef síðastliðna mánuði verið að hugsa um það að flytja mig um set. Hér blása ekki eins skarpir pólitískir vindar og á gamla vefsvæði mínu – moggablogginu. Ég hafði þó hugsað mér að halda áfram að birta fyrstu setningar hverrar færslu á moggablogginu og leyfa … Lesa meira

Reggístemming í eldhúsinu; Jamískur „JERK“ kjúklingur með hrísgrjónum og baunum og jamískum bjór!

Ég tók mér leyfi síðastliðin föstudag, og það var gott að vera heima og lengja helgina um einn dag. Maður gerir þetta alltof sjaldan. Helgin verður einhvern vegin að alvöru fríi þegar maður lengir hana um þó ekki nema þetta – einn dag! Föstudagurinn er því einhvern vegin stolinn og þess vegna verður hann sætari … Lesa meira