Ljúfa lífið í Lækjarkoti; humarsúpa með hvítlauksbrauði og grillaðir humarhalar með hvítlaukssmjöri og hvítvíni

Þetta hafa verið góðir dagar hérna á Fróni. Við höfum verið upptekin síðustu daga – ekkert ósvipað og kom fram í seinustu færslu. Núna erum við kominn í Kjósina. Í sumarhús foreldra minna við Meðalfellsvatn. Þau keyptu þennan bústað 2001 – þá uppgerð kaffistofa frá Skógaræktarfélagi Hafnarfjarðar – af hálfbandarískri fjölskyldu sem vildi snúa á … Lesa meira

Fjölskyldan í fríi á Fróni – verður þetta stanslaus veisla?

Fjölskyldan er í stuttu fríi á Íslandi. Komum á föstudaginn var. Eins og hefur komið fram í fyrri færslum þá er þetta fyrsta heimsókn mín frá því að við fluttum út – fyrir rúmi ári – fyrir hrun. Snædís hefur skotist heim með börnin m.a. til þess að koma gámnum okkar á heimahagana í suður … Lesa meira

Heimagert birkireykt íslenskt hangikjöt – Er jólaundirbúningurinn hafin?!?

Já – jólaundir- búningurinn er hafinn á þessu heimili. Og hann hefur aldrei byrjað svona snemma. Aldrei nokkurn tíma. Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt – það er eiginlega ekki hægt að segja annað – maður er bara eins og Kringlan – skrautið komið upp löngu áður en nokkur hræða fer að leiða hugann að því … Lesa meira

Gómsæt villt flatbaka með villisvíni og kantarellum Og ný kynslóð í eldhúsinu – grísirnir mínir gera sína eigin pizzu!

Það er mikið um að vera hjá fjölskyldunni núna næstu dagana. Núna er tæp vika þangað til að við förum í heimsókn til Íslands. Snædís hefur skotist til Íslands tvisvar með börnin síðan við fluttum til Svíþjóðar fyrir rúmlega ári síðan. Ég hef aldrei séð mér fært að skjótast á skerið – maður hefur auðvitað … Lesa meira

Charcuterie á nýjan leik; Heimagert ítalskt beikon – PANCETTA – og heimgert hunangslagað reykt beikon

Það blæs hér á Skáni. Það er farið að kólna. Og það er gott! Ég er farinn að leggja það í vana minn að byrja færslur á veðurlýsingum. Eins og sannur Íslendingur. Haustin eru frábær tími. Allir þessir fallegu litir sem umlykja okkur. Ég fór í fyrsta skipti til Stokkhólms núna fyrir helgina. Ég hélt … Lesa meira

Kryddhjúpaðar grísalundir með kantarellusveppasósu, kartöflugratíni og ofnbökuðum gulrótum

Mamma er komin í heimsókn, hún var á ráðstefnu í Vín þar sem hún var að kynna doktorsverkefnið sitt. Við erum ansi stolt af henni – að vera að ljúka doktorsverkefni á næsta ári – sama ári verður hún sextug. Það er aldrei of seint að læra. Við fórum í bæjarferð í dag, klæddum okkur … Lesa meira