Frábært heimagert reykt beikon – Charcauterie – allir geta gert beikon!

Fljótlega eftir að við fluttum í húsið fór mig af dreyma um matjurtagarð, grænmetisbeð og ávaxtatré. Þegar við tókum við húsinu var garðurinn ekkert kominn á veg og ekki stóð til að ljúka gerð hans fyrr en í lok maí. Mér tókst þó koma upp ágætum kryddjurtagarði þar sem ég rækta fjölda krydda; rósmarín, lárviðarlauf, … Lesa meira

Ljúffengt „asískt“ grill snýr aftur ásamt hrísgrjónasalati, grilluðu grænmeti og köldu hvítvínsglasi

Það skall á aftur með blíðskaparveðri hérna um daginn. Það varð eiginlega allt of hlýtt og þá varð nærri ómögulegt að sofa á nóttunni. Mér fer svona hiti ekki of vel – að minnsta kosti ekki á nóttinni. Það er náttúrulega frábært á heitum eftirmiðdögum í sumarfríinu að setjast á pallinn eftir góðan hjólatúr um … Lesa meira

Seiðandi vorlauks og kartöflusúpa með grófu brauði og girnilegum áleggsbakka

Gatan okkar er að taka á sig endanlega mynd. Síðasta föstudag voru verðandi nágrannar í skoðunarferð um húsin. Svona forsýning áður en þau verða síðan afhent viku síðar. Það verður gaman að skipta á nágrönnum – fá venjulegt fólk í staðinn fyrir smiðina sem hafa verið nágrannar okkar síðasta hálfa árið. Ekki það að þessir … Lesa meira

Pottþétt pastasalat, heitur brauðhleifur og rauðvínglas eftir langan ferðadag

Ég var að ljúka vikufríi í seinustu viku og naut þess í botn. Bróðir minn var að flytjast til Kaupmannahafnar þar sem hann fer í framhaldsnám og það er gott að vita af honum nærri. Það væri yndislegt ef sama væri upp á teningnum með foreldra mína (já, og jafnvel tengdó!). Það er eiginlega bara … Lesa meira

Gómsæt grilluð lambapylsa með steinseljukartöflumús, grilluðum lauk, skánsku sinnepi og títuberjasultu

Ég hef verið að dunda mér síðan að ég flutti hingað að kynna mér pylsumenningu þeirra Svía – korv. Eins og frændur þeirra í Danmörku þá er hér ágætisúrval af pylsum í ýmsum stærðum og gerðum. Þeir sem hafa búið í Svíþjóð eða búa þar núna hafa án efa prófað það helsta – Falukorv, Lantkorv, … Lesa meira