Ljúffengur lax „en croute“ með blómkálsmauki og grænum aspas handa mömmunni minni

Mamma mín, hún Lilja, kom í heimsókn seinustu helgi. Þó við reynum að vera dugleg að spjalla í gegnum netið, spjalla í síma þá er ekkert eins og að hittast í persónu – þannig er það bara. Það var meiriháttar að fá mömmu í heimsókn. Við hittumst öll seinast í mars, þegar við fórum saman … Lesa meira

Stórkostleg grilluð nautalund með grilluðum nýjum aspas, espagnól sósu og frábæru rauðvíni

Fórum í langan hjólatúr í dag um Lund í frábæru veðri, sól á himni, þungir skýjahnoðrar sveimandi fyrir ofan okkur. Við hjóluðum á stígum meðfram víðáttubreiðum ökrum – fullir af gullnum blómum – rappsblómum, sem í haust verður skorið og fært í vinnslu og úr unnið rapsolía. Rappsolía frá Skáni þykir ljúffeng – og það … Lesa meira

Fiskiveisla á grillinu; snögg hvítvínssoðin bláskel – ljúffengar laxamedalíur með kryddsmjöri og hvítum aspas

Það er Eurovision stemming í loftinu. Við sátum á pallinum eftir vinnu í gær og fengum okkur ölglas (glös) í sólinni. Það var dáldið skemmtilegt að hlusta á Pál Óskar fara í gegnum stiklur Evróvision- keppninnar – setti tóninn. Við sátum svo  fram eftir kvöldi og ræddum málin með nágrönnunum. Nánast allir nágrannar mínir í … Lesa meira

Stórgóð og stökk eldbökuð/grilluð flatbaka síðla kvölds með rauðvínssopa

Ég er oft búinn að blogga um flatbökur í mismunandi útgáfum – þunn- og þykkbotna – með mismunandi áleggjum og með mismunandi aðferðum – ofnbakað eða grillað.  Hversu oft getur maður eiginlega bloggað um pizzu? Ég held að það megi gera það margoft – Pizza er nefnilega alveg frábær matur sem maður fær aldrei leið … Lesa meira

Frábær grillaður kjúklingur með bjórdós í endanum, innbökuðum hvítlauk og brauðhleif.

Grilltímabilið hefur hafist af fullri alvöru. Pallurinn er alveg að verða klár – smá snurfus eftir – viðbótar grindverk hér – handrið þar – smámál. Það eru líka búið að vera allt á fullu í hverfinu. Það er gaman hversu mikið líf er í hverfinu. Einn að reisa hjólaskýli, nokkrir að planta trjám, við erum nokkur … Lesa meira

Seiðandi indverskinnblásin kjúklingakássa með hrísgrjónum, stökkum pappadums og góðu salati

Í gegnum tíðina hef ég verið ákaflega duglegur að sanka að mér matreiðslubókum. Undanfarinn áratug hef ég keypt mér nokkrar matreiðslubækur árlega. Það eru nokkrir matreiðslumeistarar sem ég hef verið að fylgjast með og ég hef lagt smá metnað í að eiga það sem þeir gefa út auk þess sem netsíður verslana eru oft með … Lesa meira