Spennandi innbakað spaghetti með skelfiski (alla frutta di mare), heimagert baguette og ljúffengt hvítvín

Þetta er framhald af síðustu færslu. Ekkert að því að því að kljúfa þetta niður. Sérstaklega eftir svona matarboð og maður er búinn að verja góðum tíma í að skipuleggja þetta. Aðalrétturinn átti að vera áhugavert framhald af forréttinum og mig langaði til að hafa þetta á sömu nótunum. Mig langaði mikið til þess að elda … Lesa meira

Ljúffengur forréttur í fyrsta matarboðinu í nýja húsinu; snöggsteikt hörpuskel með Chorizopylsu og avocadomauki og hvítvínsglasi

Við vorum með góða gesti í mat síðastliðið laugardagskvöld. Það verður að segjast að þetta var svona fyrsta formlega matarboðið í nýja húsinu. Foreldrar mínir og bróðir mega ekki móðgast við þessa fullyrðingu. Það er aðeins öðruvísi að bjóða vinum í mat en vandamönnum – þó eru báðir frábærir gestir. Við fengum nokkra nágranna okkar … Lesa meira

Pottþétt Penne með reyktum laxi, kapers og rauðlauk og heimagerðu baguette

Þennan rétt eldaði ég á laugardaginn var þegar við snérum heim til Lundar frá Sviss. Þetta var langur dagur. Vöknuðum um sex um morguninn og tókum okkur til. Ég hafði undirbúið morgunverðinn daginn áður, smurt samlokur og pakkað niður nokkrum drykkjum og ávöxtum. Þannig gátum við sofið aðeins lengur og í staðinn snætt morgunmatinn í lestinni frá … Lesa meira

Gómsæt nautakássa nautabanans með macaronade, parmaosti og ljúffengu rauðvíni

Eins og kom fram í síðustu örfærslu fórum við stórfjölskyldan til Svissnesku alpanna í síðustu viku. Við dvöldum í Disentis, sem er fallegur lítill bær í efri Rínardal. Gríðarlega fallegt umhverfi, djúpir dalir umluktir háum snæviþöktum tindum. Og það snjóaði … og það snjóaði. Fyrsta daginn var sólskin en síðan snjóaði stanslaust í fjóra daga. … Lesa meira

Stutt frí á síðunni – svissnesku alparnir kalla

Við höfðum ákveðið að fara í frí til Svissnesku alpanna að hitta vinafólk okkar. Gengið hafði verið frá flugi og íbúð leigð áður en allt fór suður til…. allavega skelltum við okkur til Disentis í Efri Rínardalnum. Vá. Þetta er paradís fyrir skíðafólk – þekkt fyrir utanbrautarskíðamennsku. Netsamband þó frumstætt, og því erfitt að blogga … Lesa meira

Stórgóður sunnudagsmorgunverður í nýja húsinu; Amerískar pönnukökur og eggs Ragnarict

Við erum búinn að búa í nýja húsinu í Annehem í rúma viku. Okkur hefur liðið vel. En það er búið að vera mikið af gera. Setja saman húsgögn – bæði gömul og ný – ég hugsa að ég myndi setja hraðamet í samsetningu IKEA húsgagna um þessar mundir, raða upp úr kössum – komum … Lesa meira