Kraftmiklar lambakjötbollur með matarmiklu fattoush salati, couscous og auðvitað góðu rauðvíni

Eldaði þetta prýðisgóða rétt á laugardagskvöldið núna fyrir að vera tveimur vikum síðan. Hef ekki verið frumlegur síðustu daga í eldhúsinu – en það er haldbær skýring á því. Og hún er góð. Við fluttum inn í nýja húsið okkar síðastliðin föstudag. Ég hef oft áður sagt frá húsinu okkar. Það er staðsett í Annehem … Lesa meira

Stórgott penne pasta með Chorizopylsu, sólþurrkuðum tómötum, rjómaosti og góðu rauðvíni

Það styttist all verulega í að við fáum húsið. Vorum í svona „Visning“ á föstudaginn, sem fólst í að sjálfstæður skoðandi fór yfir húsið. Kom með smávægilegar athugasemdir. Vonum að það verði ekkert meira en það. Verktakinn NCC sem byggði húsið hefur lent í vanda áður með hús í þessu hverfi – 2. september á … Lesa meira

Ljúffengur hlynsírópsgljáður lax með steiktum kartöflum, polkabeðum með ríkotta osti og góðu salati

Mamma, pabbi og bróðir minn voru hérna yfir hátíðarnar og það var frábært að hafa þau hérna hjá okkur þó þröngt væri í koti. Mamma er búinn að vera allt síðasta haust í Toronto í Canada að sinna doktorsnámi sínu í kennslufræðum. Í farteskinu yfir hafið hafði hún með sér nokkur blöð LCOB food and … Lesa meira

Ljúffengar gorganzoladekkaðar grísakótilettur með steiktum eplum og ljúffengu salati

Kom heim úr héraði á föstudagskvöldið. Er búinn að vera í héraði hérna í Svíþjóð síðastliðnar tvær vikur. Þetta var áhugaverður tími – en á sama tíma hálf einmannalegur – mikið að gera í vinnunni en svo þegar að vinnunni lauk – sat maður heima í herbergi las eða glápti á sjónvarp. Fyrstu vikuna var … Lesa meira