Stórgóð grilluð nautalund með kúrbítssneiðum, papríkum, sætum kartöflum og grænbaunpuré

Ég sit á nokkrum færslum. Það má eiginlega segja að ég sé nokkrum máltíðum eftir áætlun. En núna verður tekið til hendinni, brett upp ermar og allt það. Núna þegar ég er nýkominn heim að utan þá er maður fullur af innblæstri. Ég prófaði ýmsa veitingastaði í San Francisco; steikhús, fusion asískt, indverskt, franskt og … Lesa meira

Næst besta lasagna allra tíma með góðu salati, brauði og góðu rauðvíni!

Ég kalla þetta næstbesta lasagna allra tíma vegna þess að konan mín, hún Snædís, gerir besta lasagna sem ég hef smakkað. Og eins og íslenskir pólitíkusar þá er ekki rétt að skipta um skoðun. En hennar lasagna er talsvert frábrugðið þessu. Þetta var mín útgáfa af lasagna – villibráðarútgáfa. Ég er búinn að vera að … Lesa meira

Ofnbakaður kjúklingur með 40 hvítlauksrifjum, salato tricolore, góðu brauði og auðvitað ljúfu rauðvíni

Þetta er klassísk uppskrift. Það er varla til klassísk matreiðslubók þar sem þessi uppskrift er ekki látinn fljóta með. Í öllum matreiðslu bókum þar sem hvítlauki er hampað er spilar þessi uppskrift stóra rullu. Sennilega er það einfaldleikinn við þennan mat sem gerir hann svona stórkostlegan. ég hafði ekki eldað þessa uppskrift í langan tíma, … Lesa meira

Vika í San Francisco – heimasíðan í stuttu leyfi

Ég skrapp í vikuferð til San Francisco. Er að sækja stutt upprifjunar og „update“ námskeið í almennum lyflækningum. Námskeiðið byrjaði núna í dag og hefur verið áhugavert. Það er haldið á lóð University of California – San Francisco – Medical Center – sem er stór spítali. Þarna eru margir virtir fyrirlesarar að lesa yfir okkur … Lesa meira

Grillaður lax með teriyaki, chillisósu og sesam með hrísgrjónasalati og nýju salati

Ég var ásamt mörgum kollegum á lyflæknaþingi á Selfossi um helgina. Þar var mikil og góð stemming. Ráðstefnan var skipulögð var fyrirtæki Birnu Þórðardóttur – Menningarfylgd og heppnaðist afar vel. Þar voru góðir fyrirlestrar, mikið kynnt af nýlegum rannsóknarverkefnum og svo var félagslífið vel heppnað. Það er geysimikil vægt fyrir stétt á landi norður í ballarhafi … Lesa meira

Tælenskt sjávarréttarseyði, grilluð lúðusteik með salsa og blómkálspuré og bakaðir ávextir í desert

Blaðamenn 24 stunda höfðu samband við mig í vikunni og báðu mig um að vera með innskot í laugardagsblaðinu, það passaði ágætlega því að ég var með kollega minn frá Englandi í heimsókn. Roger Wellesley Duckitt er læknir frá Suður Afríku sem starfar í Englandi. Ég kynntist þessum góða manni í Lissabon þar sem ég … Lesa meira