Grilluð nautaspjót, grænmeti og hrísgrjónasalat með kínversku ívafi

Fjölskyldan var að flytja, rétt eins og kom fram í síðustu færslu. Við seldum íbúðina okkar í Skaftahlíðinni og fluttum yfir í Lönguhlíðina (næstu götu) til foreldra minna. Þau höfðu boðið okkur velkominn til sín og við þáðum þeirra góða boð. Það er pínu þröngt á þingi en það er ekki annað en hægt að … Lesa meira

Innbökuð humarsúpa, parmaskinku vafinn skötuselur með chorízópylsu, lax með spínati og nóg af hvítvíni fyrir góða vini

Við fengum góða vini í heimsókn nýverið. Við kynntumst þessu frábæra fólki í gengum dóttur okkar en hún eignast þessa vinkonu í leikskóla. Þetta góða fólk eru miklir matgæðingar og því var lagður mikill metnaður í eldamennskuna. Það er virkilega gaman að fá þetta góða fólk í mat – ekki er verra að elda fyrir … Lesa meira

Stórgóð frönsk súkkulaðikaka – Chocolate Nemesis – fyrir 150 manns

Hin ágætu brúðhjón, Arnfríður Henrýsdóttir og Guðmundur Ómar, gengu í hjónaband í gær. Arnfríður, eða Addý eins og ég þekki hana er mikill kvenskörungur. Hún var með mér í bekk í læknadeild og alveg einstök manneskja. Hún náði sér sannarlega góðan mann, hann Gumma. Þetta samband hefur nú fengið ansi mikla prófkeyrslu en þau kornin hafa … Lesa meira

Ljúffengur ofnbakaður kjúklingur með rótargrænmeti, einföldu salati og ostasoðsósu

Ekki fyrir svo löngu síðan fengum við kollega mína og maka þeirra í mat. Þetta er góðir vinir mínir og við erum búnir að þekkjast síðan við byrjuðum í læknadeildinni. Við erum líka nokkuð samstíga, allir að læra lyflækningar á Landspítalanum og erum allir á leiðinni út í haust. Það var gaman að setjast niður svona utan … Lesa meira

Jamaísk karrígeit að hætti John Bull, með flatbrauði, salati og steiktum kartöflum

Ég hef uppásíðkastið horft á þætti á netinu sem heita John Bull Reggae kitchen. Ég rakst á þennan herramann á vafri um netheima þar sem ég var að flakka á milli matreiðslusíðna. Það er ótrúlega mikið af fólki útí heim sem þjáist af sömu matreiðslusýniþörfinni eins og ég. Gott að vita að maður sé ekki … Lesa meira