Knassandi andabringur með andaconfit, seljurótarmauki og rabbabarasultuðum kartöflum

Þetta var með eindæmum frábær helgi. Var í fríi í fyrsta sinn í þrjár helgar – afmælisdagurinn lenti á helginni eins og kom fram í síðustu færslu og því voru öll tækifæri notuð til að elda góðan mat í eldhúsinu. Ég fékk góða gesti í mat eins og oft áður. Þetta kvöld komu Börkur og … Lesa meira

Fylltur lambahryggur með kartöflugratíni og blómkálsmauki

Ég á afmæli um helgina – ég er að verða 32 ára gamall. Það verður að segjast að ég er einn af þeim sem fær áfall yfir vaxandi aldri. Pabbi sagði einhvern tíma að hann hefði verið í sjokki út af þrítugsafmælinu sínu alveg þangað til að hann varð 33 ára – þá hætti hann … Lesa meira

Wokaður hlýri með þremur laukum og papríku á austurlenska vísu

Ég hef verið að reyna undanfarið að elda meiri fisk. Fiskur sem hráefni hefur verið vanræktur í mínu eldhúsi um alltof langt skeið og núna verður gerð bragarbót á því. Ég hef verið að lesa mér meira til um verkun og eldun fisks og er að koma mér í stuð hvað þetta varðar. Það eru … Lesa meira

Ljómandi lambaribeye með spínatkartöflumús og kryddolíu

Eins og kom fram í fyrri færslu var ég á vakt þessa helgi. Kollegi minn, Guðný Stella, gerði mér greiða og kom aðeins fyrr á kvöldvaktina þannig að ég gat komist heim og verið með fjölskyldunni. Ég kom heim um áttaleytið í kvöld, en þá var Villi litli sofnaður, en Valdís dóttir mín var í … Lesa meira

Mögnuð lúðusteik með grænu salsa, kremaðri seljurót og hvítvínssteiktu fennel

Ég er, eins og oft áður, búinn að vera á vöktum þessa viku. Þó nokkuð að gera – en samt svona ekkert úr hófi. Það eina neikvæða við að vera á vakt í vikutíma er fjarvist frá fjölskyldunni. Mér stóð til boða að skreppa á ágætan fund um kvöldmatarbil en ákvað að sleppa því og … Lesa meira

Vetrarpasta með ofnbökuðum sætum kartöflum með chilli og steiktum kjúkling

Við hjónin skruppum til London seinustu helgi. Þetta var gjöf til konunnar minnar um jólin. Þetta varð heljarinnar ævintýri. Lögðum af stað föstudagsmorguninn og lentum í ýmsum hremmingum. Lögðum af stað í ágætu veðri um morguninn – stilla og smávegis snjókoma. Þegar komið var að álverinu var eins og hefði verið keyrt á vegg. Við … Lesa meira