Ljómandi gott heimagert ravioli með sætkartöflu og camenbert fyllingu

Þetta er færsla sem var að mestu skrifuð á sunnudaginn. Það var heldur lágt á fjölskyldunni risið í gærkvöldi enda flestir nýstaðnir upp úr iðrakveisu. Hafði eldað ofngrillaðan kjúkling fylltan basmati hrísgrjónum og döðlum með kartöflum, sætum kartöflum. Þetta var ansi girnilegt – ég einn hafði lyst á þessu og því var heilmikill afgangur. Það varð til … Lesa meira

Gnocchi di patate (kartöflupasta) með tómatsósu og brauði

Hvernig væri að byrja færslu án veðurlýsinga. Þetta verður þá fyrsta sinn í þó nokkrar færslur sem ég byrja bloggið mitt ekki á einhverjum hugleiðingum um veðrið. What a bore! Var að ljúka við að horfa á Jóa Fel þátt og þar ferðast hann um Ítalíu og fær hugljúfa Ítala til að elda fyrir sig mat. Það er … Lesa meira

Kjúklingur með pestó, rjómaosti og grænum ólívum með hrísgrjónum og salati

Dagurinn er farin að styttast allverulega. Ég held að það hljóti að vera öllum ljóst…meira segja við sem erum úr hófi bjartsýnir tökum vel eftir því. Þetta kemur manni alltaf einhvern veginn á óvart – bara eiginlega alveg eins og vorið – einn góðan veðurdag hefur laufgast – einn góðan veðurdag er dimmt allan daginn…þetta … Lesa meira

Gómsætt Spaghetti Ragnarese (bolognese) með hvítlauksbrauði og rauðvínssopa

Nýjasta blað gestgjafans kom út núna í dag. Ritstjóri blaðsins, Sólveig Baldursdóttir, bað mig í haust að vera með villibráðaveislu fyrir blaðið sem er að koma út núna. Mín var ánægjan. Þetta var alveg stórgaman að vera með þeim í þessu. Ég eldaði fjórréttaða villibráðarveislu og var með foreldra mína, bróður minn og tengdó í … Lesa meira

Pasta Gigolo með heitu brauði og góðu salati

Aftur pastaréttur með fráleitu nafni, en í þetta sinn er það ekki bara úr lausu lofti gripið heldur hefur það einhverja tilvísun í eitthvað sem fyrir er. Hugmyndin af þessum rétti er Pasta Puttanesca sem er frægur pastaréttur og er í fjölmörgum matreiðslubókum. Þessi réttur er svona millileið á milli þess réttar og svo réttar … Lesa meira

Ótrúlega góð fiskibaka með reyktri ýsu, rækjum og laxi

Við hjónin brugðum okkur út að borða í gærkvöldi í tilefni nýafstaðins brúðkaupsafmælis. Við fórum á VOX við Suðurlandsbraut. Þeir eru til húsa á hóteli sem um þessar mundir heitir Hilton hótelið (Seinast Nordica, einhvern tíma Radison, áður Esjan – hver skilur þessar nafnarbreytingar?). Við höfum tvisvar áður farið á VOX.  Fórum einu sinni þegar … Lesa meira

Ljúffengar lambakótilettur með salsa verde og bragðgóðu couscous

Þetta er búið að vera ansi ljúf helgi. Nokkrir kollegar héldum skvassmót lækna og læknanema á föstudag og skemmtum okkur vel. Á eftir fórum við á Hornið að borða og svo á útgáfutónleika Jagúar á NASA. Þeir voru helvíti góðir. Funk fram í fingurgóma. Dagurinn í dag hefur verið heldur rólegur. Fór í tvö barnaafmæli … Lesa meira