Fimmosta-rjómapasta, brauð og einfalt salat

Haustveðrið er eitthvað farið að mildast – sennilega vegna þess að það er vetur í loftinu. Allar færslur byrja núna á einhverjum veðurlýsingum eins og maður sé einhver áhugamaður um slíkt. Það er nú samt þannig að þegar maður ferðast mikið um á hjóli þá man maður eftir veðrinu. Veðurfræðingarnir í sjónvarpinu eru alltaf að … Lesa meira

Hreindýragúllas veiðimannsins á vindasömu haustkvöldi

Það er ekki bara komið haust – það er haust magna grada – rok og rigning…mikið rok og mikil rigning. Það stefnir allt í reykvískan vetur. Á svona dögum vill maður eiginlega bara hlýja sér undir teppi með heitt gúllas og mögulega rauðvínsglas. Það gleður hjartað! Tengdamóðir mín, Mágkona og svilkona og sonur þeirra komu … Lesa meira

Mögnuð flatbaka með humri, þistilhjörtum, rauðlauk og hvítlauk

Eins og svo oft áður – á milli vakta – þetta fer að verða ansi þreytt klisja – en sönn. Vaknaði ansi brattur eftir vaktina og fór á stúfana. Ég er á fullu að undirbúa matarveislu fyrir föstudaginn. Þá verður öllu tjaldað til. Það er efni í aðra færslu, en undirbúningurinn þurfti að hefjast nokkrum dögum … Lesa meira

Risotto alla frutta di autumno – Risotto með ávöxtum haustsins

Ég sé að teljarinn á síðunni minni fer að nálgast hundrað þúsund heimsóknir. Það er eiginlega viðeigandi að þessi uppskrift verði til þess. Rétturinn var hreint út sagt frábær. Við hjónin fengum góða gesti í mat; Björn og Unnur og svo grasekkja Barkar vinar míns, hún Hjördís. Ég og Bjössi höfðum farið að veiða um … Lesa meira

Ofnbakaður kjúklingur í tómatsósu með pasta og brauði

Það er búið að vera talsvert að gera í vikunni – kannski ekkert meira en oft áður nema hvað að ég er á næturvöktum og þá einhvern veginn hverfur tíminn bara. Síðast þegar ég leit upp var mánudagsmorgunn – núna virðist vera að koma helgi. Þetta einhvern veginn þýtur áfram. Ég hef verið heldur latur … Lesa meira

Miðjarðarhafs saltfisksréttur með hvítlaukskartöflumús og ágætis hvítvíni

Við hjónin vorum í brúðkaupi í gær. Góðir vinir okkar, Ólafur Hólm og Elva Brá, gengu að eiga hvort annað. Athöfnin var í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og Séra Bjarni Karlsson gaf hjónin saman. Tónlistin var stórkostleg; Andrea Gylfadóttir, Björn Jörundur, Matthías Matthíasson og Pétur Örn sungu. Veðrið lék við okkur. Þessi athöfn verður lengi í minnum höfð. Svo … Lesa meira

Pasta Casanova, hvítlauksbrauð og salat með marineruðum rauðlauk

Pasta Casanova – hver lætur svona vitleysu fara frá sér? Þetta er allavega nafnið sem ég ætla að gefa þessum rétt. Ég prófaði að googla nafnið á réttinum og ég sé ekki betur að en að það hafi ekki verið notað áður. Sá einn canneloni casanova – sem í raun er pastaréttur, hvað um það. … Lesa meira