Sumarleyfi í Skandinavíu

Matarbloggið mitt fer í stutt sumarleyfi næstu 12 daganna þar sem fjölskyldan er að fara til Skandinavíu að skoða mögulega staði til að stunda framhaldsnám á næsta ári. Með kveðju,

Sveitalegur kvöldverður á haustlegum degi, nýjar kartöflur, bakaður camenbert, rjómalöguð tómatsúpa og gróft salat.

Það eru augljós merki í loftinu að það er farið að hausta. Það er farið að kólna aðeins og maður tekur eftir því að er eitthvað farið að hvessa. Eilífar auglýsingar verslanna um að maður eigi að undirbúa sig fyrir skólann og veturinn eru líka ákaflega áberandi teikn. Eftir ég ég byrjaði að stunda skotveiði … Lesa meira

Indverskur masalabræðingur með sinnepsfræjakartöflum og fjölbreyttu naan brauði

Konan mín var að koma frá Bandaríkjunum í dag þar sem hún hafði verið burtu yfir tvær nætur. Mér finnst húsið alltaf vera mjög tómlegt án hennar. Því var lítið eldað á meðan. Það er einhvern veginn ekki eins gaman að elda þegar það er enginn til að njóta afrakstursins með manni. Hún kom heim snemma … Lesa meira

Grillað lambaribeye með brie kartöflugratíni og nýrri sveppasósu

Ég átti alveg frábæran dag í dag. Í gærkvöldi fórum við hjónin í matarboð til vinafólks, Barkar og Hjördísar. Börkur hefur verið einn af mínum bestu vinum síðan úr menntaskóla en við kynntust þegar við unnum saman við gerð skólablaðs Menntaskólans við Hamrahlíð, Beneventum. Þau buðu okkur heim til sín á Þórsgötuna og elduðu fyrir … Lesa meira

Stórkostlegur bakaður sjávarréttapastaréttur – Gestakokkur á blogginu mínu

Ég hef oft áður greint frá því hverslags gæðakokkar foreldrar mínir eru. Ég held að ég hafi sagt nokkrum sinnum frá því að þau eru fyrirmyndir mínar í matargerð – algerir matgæðingar. Þessi uppskrift sem á eftir kemur skýrir í raun hvers vegna svo er. Móðir mín bauð í mat á miðvikudagskvöldið síðastliðið og eldaði alveg … Lesa meira

Heitir réttir, súpa og heit brauð á afmæli sonarins

Sonur minn, Vilhjálmur Bjarki, varð tveggja ára í dag (þann 4. ágúst). Í fyrra stóð þannig á að við héldum ekki afmælisveislu þannig að í ár var í fyrsta afmælisveislan. Hann vissi vart hvaðan á sig stóð veðrið. Hann var afar undrandi á öllum kossunum, söngnum en virtist þó njóta athyglinnar sem hann fékk. Eitthvað … Lesa meira

Grænmetis tempúra með ídýfusósu og ljúfu hvítvíni

Fengum góða gesti í gærkvöldi. Vinir okkar sem eru búsettir í Danmörku komu í mat til okkar ásamt börnunum sínum. Einkar ljúft kvöld – gott spjall og gott hvítvín. Dóttir mín og dóttir þeirra eru miklar vinkonur og þetta voru sætir endurfundir þessara litlu vinkvenna. Við höfum svo tekið stefnuna til þeirra í byrjun september … Lesa meira