Nýtt gómsætt lasagna með hvítlauksbrauði og fersku salati

Eins og oft áður hefst bloggið á því að ég hafi verið á vaktarunu, sem er rétt, þess vegna hefur verið lítið bloggað – mikið af tíma manns er varið í vinnunni. Ég er búinn að vera á vakt undanfarnar fimm nætur. Það er búið að vera mikið að gera. Eins og fram hefur komið fréttum … Lesa meira

Meiriháttar pastaréttur með lambakjöti og muldum valhnetum

Ég gerði þennan pastarétt núna á sunnudaginn var, en þá fékk ég góða vini okkar hjóna og nýja strákinn þeirra í heimsókn. Litli strákurinn er rétt tæplega mánaðargamall og alveg gullfallegur. Það var ekki mikið haft fyrir honum svaf meira og minna allt kvöldið, aðeins tíst í honum af og til.   Ég er aðeins eftirá með bloggið … Lesa meira

Grillað kebab með jógúrtsósu og heimagerðu tómatmauki

Bróðir minn átti afmæli núna rétt fyrir helgina. Litli bróðir orðinn 26 ára gamall…OMG. Hann, eins og allir, er að eldast. Ég er með svona aldurskomplex, mér lýst ekkert á hvað árin eru að færast hratt yfir. Mér finnst, eins og svo mörgum öðrum, tíminn líða alveg hreint á ógnarhraða. Það er eiginlega alltaf föstudagur (eða mánudagur…fer eftir andlegu ástandi) … Lesa meira

Stórkostlegt pasta með rækjum, humri og fois gras sósu

Mörgum kann að finnast þessi uppskrift eilítið skrítin…en hún er alveg meiriháttar. Þessi réttur er innblásinn frá ferð okkar hjóna á Sjávarkjallarann. Þar fórum við hjónin í síðasta mánuði í kvöldverð til að halda upp á trúlofunarafmælið okkar, þá sjaldan sem maður lyftir sér upp?!. Við keyptum matseðil (exotic menu) þar sem við fengum að … Lesa meira

Fylltar kjúklingabringur vafðar beikoni með couscous og hvítlauksbrauði

Veðrið er þvílíkt – maður veit eiginlega ekki alveg hvað maður á að segja. Það er búið að vera bongóblíða í nærri tvær vikur. Þegar það er sumar, gott veður og hlýtt þá langar mann bara til að grilla og njóta lífsins. Einhvern veginn rímar hvítvín alltaf við sól og blíðu – og því kaldara … Lesa meira

Heimagerð flatbaka með fjölbreyttu áleggi

Ég hef að minnsta kosti tvívegis áður bloggað eitthvað um pizzur. Bæði sem ég hef gert í ofni og svo sem ég hef grillað. Grillaðar pizzur eru alveg frábærar – þær verða nærri alveg eins góðar og eldbakaðar flatbökur frá Eldsmiðjunni. Pizzur eru „official vaktamatur landspítalans“. Þegar starfsmenn spítalans vilja gera vel við sig, til … Lesa meira

Pastasalat með ofnbökuðum kjúkling og hvítvínssteiktum sveppum

Næturvaktaseríu undanfarnar tvær vikur er lokið í bili. Lof sé … Ég er reyndar að fara að vinna um helgina en dagvinna á einhvern veginn betur við mig heldur en nokkurn tíma næturvinna. Ég held að það eigi við um flesta. Næturvinna hentar bara örfáum – svona næturhröfnum – það verður alltaf hálfundarleg stemming á næturvöktum. … Lesa meira

Asískt grill í brakandi sól

Þvílíkt og annað eins. Maður er ekki vanur því að fá svona veðursæld. Ég hafði nefnt í fyrri bloggum að ég hafi verið að vinna á slysa og bráðadeild í seinustu viku. Á meðan var sól og sæla – það má segja að ég hafi sofið frá mér sólina. Helgin var meiriháttar en hver hefði … Lesa meira

Lamb á þrjá vegu með tvennskonar kryddsmjöri og bræddum osti

Næturvaktarunu á slysa og bráðadeild er lokið. Við tekur vaktavika á lyflækningadeildum. Við fjölskyldan fórum í bústaðinn til foreldra minna til að jafna okkur eftir vinnuvikuna. Ég keyrði í bústaðinn í gærmorgun eftir vaktina og svaf frameftir degi við fuglasöng. Vaknaði svo við það þegar faðir minn kom með börnin mín seinnipartinn. Þessar bústaðarferðir með … Lesa meira