Einfaldur ofnbakaður lax með bökuðum sveitakartöflum

Snædís ætlaði að sjá um matinn í kvöld þar sem ég þurfti að vinna aðeins frameftir. Dóttir mín var ásamt vinkonum sínum og þjálfara í Ármanni að undirbúa fimleikasýningu og þegar Snædís kom til að sækja hana um sexleytið var allt á eftir áætlun og það kom í mínar hendur að undirbúa matinn. Snædís hafði … Lesa meira

Grísakótilettur að hætti Normandíbúa með steiktum eplum

Eins og fram kom á síðunni minni vorum við fjölskyldan í bústað foreldra minna við Meðalfellsvatn. Faðir minn fékk nýverið frábæra matreiðslubók að gjöf. Las í gegnum hana í gærkvöld og í dag. Bókin heitir Sælkeraferð um Frakkland – 135 uppskriftir að hamingjunni á franska vísu eftir Sigríði Gunnarsdóttur. Algerlega frábær bók. Ekki annað hægt … Lesa meira

Náttverður í sumarbústað

Ég er búinn að vinna mikið undanfarna daga. Það skýrir hversvegna lítið hefur verið um færslur síðan á þriðjudaginn. Ég eldaði ég pasta tricolore – starfsmenn í vinnunni virðast hafa kunnað að meta uppskriftina – á þó eftir að heyra hvernig fólki gekk. Það er rosalega gaman að heyra að fólk er að reyna uppskriftirnar mínar – … Lesa meira

Pasta tricolore á fallegu vorkvöldi

Þessi uppskrift er samruni tveggja meiriháttar rétta. Annars vegar ítalska tricolore – basillauf, tómatur, ferskur mozzarellaostur, góð jómfrúarolía, salt og pipar og svo ein af uppskriftum Nigel Slater úr bók hans – the kitchen daires – bók sem ég eignaðist í fyrra og hefur reynst mér afar vel. Nigel skrifar frábærar bækur og það sést langar leiðir að hann … Lesa meira

Thaifusion kjúklingur með basmati hrísgrjónum

Er er alltaf að reyna að færa mig meira í átt til Austurlanda í matseld minni. Það gengur en fremur hægt. Á alltaf erfitt með að slíta mig upp úr gamla farinu. Svo þegar ég loksins tek skrefið og elda eitthvað sem að ég held að sé austurlenskt eða eftir austurlenskri uppskrift finnst mér það … Lesa meira

Chilli con carne með grilluðu maisbrauði

Ég hef sett inn nokkrar nautahakksuppskriftir upp á síðkastið – eins og fram hefur komið á blogginu mínu hef ég verið að safna að mér nautahakksuppskriftum. Markmiðið var að komast í 20 frábærar uppskriftir – það á eftir að ganga vel – fólki er velkomið að senda mér góðar uppskriftir. Segja má að þessi chilliréttur … Lesa meira

Pavlova – eftirréttur guðanna – fyrir 130 manns

Ég hef bloggað um pavlovur áður. Þetta er minn uppáhalds eftirréttur, fallegur að horfa á og bragðast dásamlega. Eins og fram kom í síðustu færslu þá vorum við í brúðkaupi á laugardaginn hjá Dögg og Grími og ég bauðst til að sjá um eftirréttinn. Brúðhjónin voru sammála um að ekkert annað kæmi til greina en … Lesa meira

Grillaður sítrónugljáður kjúklingur með timian

Okkur hjónum var boðið í brúðkaup í gær. Dögg og Grímur, vinir okkar hjóna gengu í hjónaband í Skálholtskirkju og svo var haldin veisla á Hótel Geysi. Brúðkaupið og sérstaklega veislan var meiriháttar. Augljóst að Dögg og Grímur hafa skipulagt allt í þaula. Maturinn var frábær, stemmingin einstök og allir skemmtu sér konunglega. Dansað var … Lesa meira

Hunangsdijon marineraðar kjúklingabringur

Grillmatur er í eiginlega í eðli sínu einfaldur matur, en undirbúningurinn er misflókinn. Ég kom seint heim í dag til að undirbúa kvöldmat, bæði vegna þess að við hjónin vorum að fá okkur nýjan bíl og einnig fór ég í seinna fallinu í skvass. Kom heim um að verða sjö og þá var allt í … Lesa meira

Einfaldur tex-mex matur á Eurovision

Það er hálfeinkennilegt en Eurovision er svona eins og jólin ættu að vera. Á Eurovisiondögum er alltaf skemmtileg stemming – næstum svona hátiðarbragur – sem fjölskyldan sameinast í kringum einhverja skemmtun. Á jólunum eru kaupmenn hins vegar búnir að eitra stemminguna með  endalausum auglýsingum og tilboðum – Jólin eru hálfeyðilögð af þessum sökum. Maturinn góður en aðdragandinn heldur dapurlegur … Lesa meira