Gæsabringur með bláberjasósu

Ég hef undanfarin tvö ár farið í skotveiði. Ég hef bæði farið á svartfugl, hreindýra-, rjúpu- og gæsaveiðar. Allt er þetta mjög gaman og ég er þegar farinn að hlakka til haustsins … og vorið er varla gengið í garð! Ég og kollegi minn fórum nokkrar ferðir á tún austan við Selfoss og sátum þar … Lesa meira

Reykt laxa penne carbonara

Það virðist vera eitthvert laxaþema í gangi í eldhúsinu síðustu tvo sólarhringa. Það varð hálft flak af reyktum laxi afgangs frá því á Færeyingakvöldinu á laugardaginn sem mér datt í hug að koma í not á þennan hátt. Ég hef ekki eldað svona áður a.m.k. ekki svo að ég muni eftir. Ég hef hinsvegar einhvern tíma … Lesa meira

Sírópssinnepsgljáður lax með hrísgrjónasalati

Fremur rólegur dagur í dag. Svefndagur eftir vakt og allt gerist fremur hægt á svoleiðis dögum. Ég verð alltaf dáldið myglaður eftir næturvaktir. Ætli það sé ekki aldurinn að segja til sín. Náði að skreppa á fund með undirbúningshóp fyrir árshátið lyflækningasviðs I á LSH sem verður á föstydagskvöldið næstkomandi og svo skella mér í skvass. … Lesa meira

Fimm fyllt lambalæri fyrir söngelska Færeyinga

Þetta er búið að vera ansi þéttur laugardagur. Snædís ræsti mig í fyrra fallinu og við hjónin fórum með börnin í sund. Vorum kominn um tíuleytið í morgun og það kom mér á óvart hve margir voru í laugunum. Svo vann ég að rannsókninni minni ásamt Inga Karli læknanema og Magnúsi Gottfreðssyni smitsjúkdómalækni. Eftir það … Lesa meira

Roastbeef ala Kjartan Þór

Fórum í mat til foreldra minna í kvöld. Bróðir minn sá um eldamennskuna. Kjartan bróðir er kokkur af guðs náð. Hann hefur eins og restin af fjölskyldunni mjög gaman af því að elda. Hann er listamaður – búið mikið erlendis við kröpp kjör – og hann kann að búa til veislu úr litlu…Bull fighter's beef … Lesa meira

Kjúklinganúðlur með litskrúðugu grænmeti

Við hjónin vorum eiginlega búin að skipuleggja matinn fyrir kvöldið. Ég var – eins og svo oft áður – búinn að taka það að mér að sjá um matinn. Planið var að hafa kjúklinganúðlur í matinn, það er langt síðan að við höfum eldað núðlur í matinn – ég held að það hafi seinast verið … Lesa meira

Endurtekning í eldhúsinu – ljúffeng endurtekning

Búinn að vera á vöktum undanfarna viku eins og fram hefur komið á blogginu mína. Það þýðir að lítið er búið að vera í eldhúsinu. Síðasta vaktin í bili var í gærkvöldi og það var fremur mikið að gera á vaktinni. Hvað um það, svaf lítið í dag eftir vaktina og svo vaknaði í algeri stemmingu … Lesa meira

Ofngrilluð ýsa á þriggja lauka beði

Átti frídag milli vakta í dag, þetta eru alltaf súrir dagar. Vaknar seint eftir næturvaktina – ekki alveg útsofinn. Einhvern vegin er allt ansi grátt á svona dögum. Reyndi þó að hressa mig við og skreppa í skvass með kollega mínum. Vorum báðir hálfdasaðir – en þetta hressti við, nóg til þess að ég nennti … Lesa meira

Fyllt veislubrauð og ólívubrauð

Er á vöktum þessa vikuna og því verður lítið um að vera í eldhúsinu mínu þessa daganna. Mötuneyti landspítalans mun halda í mér lífinu þessa næstu daga? Það hefur lítill metnaður verið í mér síðustu kvöld- sennilega hefur það eitthvað með það að gera að maður var í stanslausu veisluhaldi um páskana. Það var nú … Lesa meira

Foccacia fyllt með karmelliseruðum rauðlauk

Snædís konan mín gaf mér frábæra bók í jólagjöf núna síðastliðin jól. Það er bók eftir Giorgio Locatelli sem er ítalskur kokkur sem rekur veitingastað í London. Hann hefur einnig gert sjónvarpsþætti sem eru alveg þokkalegir. Bókin er miklu betri en sjónvarpsþættirnir. Bókin heitir Italian food and stories og er „auðvitað“ matreiðslubók – sem leggur … Lesa meira