Bakaður skötuselur með mörðum kartöflum og sýrðrjómasósu

Þessi uppskrift er ansi góð. Eins og svo margar uppskriftir sem hafa með sjávarfang að gera er Rick Stein handan hornsins – allavega í mínu eldhúsi. Þessi uppskrift er að miklu leyti byggð á bók hans Rick Stein's Seafood. Ég hef áður sagt aðeins frá þessari bók og það má eiginlega segja að Rick Stein sé … Lesa meira

Grillað lambafille með Pecorinokartöflugratín og sveppasósu

Þetta er búið að vera mikil veisluhelgi. Það má eiginlega segja að ég hafi verið í eldhúsinu allan sunnudaginn. Byrjaði um morguninn með dóttur minni en ég var búinn að lofa henni að gera muffins með hvítu kremi. Þetta var voðalega gaman hjá okkur – mesta furða að eitthvað hafi komist í ofninn – okkur … Lesa meira

Hreindýrahamborgarar með basil-aioli, sæt kartöflufrönskum og fylltum sveppum

Konan mín fór út að skemmta sér í gærkvöldi með systrum sínum og frænkum, ég var því heima og fékk foreldra mína og tvo vini og kollega í mat. Mamma og pabbi fóru heim í fyrra fallinu og við gaurarnir sátum og ræddum um daginn og veginn yfir ölsopa – ljúft og gott kvöld. Ég … Lesa meira

Chillihlaup Þorbjargar hjúkku á St. Jósefs

Ég var að vinna á St. Jósefsspítala frá nóvember byrjun fram til áramóta. Þetta var hluti af framhaldsnámi mínu í lyflækningum á Landspítalanum. Það var ánægjulegt að breyta um umhverfi og koma í annað og léttara andrúmsloft eins og oft ríkir á minni stofnunum. Það er alveg frábært starfsfólk sem vinnur á þessum stað og ég held … Lesa meira

Kjúklingabringur með chillihlaupi, hvítlauk og rjómaosti

Ég er búinn að blogga nokkrar uppskriftir með kjúkling í röð – þetta fer að vera svoldið einhæft. Reyni kannski að bæta úr því um helgina…í þetta sinn var ég þó aftur með kjúkling. Ég kom frekar seint heim úr vinnunni í kvöld vegna ýmissa fundarhalda og svoleiðis og hafði ákveðið fyrr í dag að … Lesa meira

Grænmetissúpa með heimagerðu brauði

Snædís, konan mín, eldaði í kvöld. Eins og ég hef áður sagt þá er hún frábær kokkur og sannaði það enn og aftur í kvöld með þessari máltíð. Ólíkt sjálfum mér, þá er konan mín, afar hrifinn af súpum. Af einhverri ástæðu þá lýst mér aldrei vel á að elda súpu, eða láta elda súpu … Lesa meira

Heimagerð pizza með smávegis nýjungum

Þetta var ansi ljúfur dagur þrátt fyrir að vera aðeins lúinn eftir vaktina. Vaknaði um eitt eiginlega við lykt af nýbökuðum skonsum og rjúkandi kaffi. Konan mín hafði tekið upp á því að baka skonsur í hádeginu. Það vakti mikla lukku – við erum fjölskyldan mjög hrifinn af öllu brauðmeti og sérstaklega skonsum og flatkökum … Lesa meira

Monteray kjúklingur með steinseljuhrísgrjónum

Náði að elda eiginlega í fyrsta skiptið í vikunni. Ég sakna þess þegar ég næ ekki að elda reglulega. Veit fátt betra en að slappa af með hníf í annarri og pönnu í hinni. Dóttir mín sat og málaði á meðan og sonurinn lék á alls oddi við að herma eftir öllu sem fyrir augu … Lesa meira

Frábær kjúklingaréttur að hætti mömmu

Ég er á vöktum alla þessa viku og því er fátt um fína drætti í eldhúsinu. Hef eiginlega ekkert náð að elda síðan að ég kom heim frá Austurríki. Hins vegar hef ég verið duglegur við að borða ristað brauð með osti í vinnunni. Varla neitt til þess að tala um. Datt í hug að fá uppskriftir frá mömmu … Lesa meira

Einfalt tómatpasta fyrir vakt

Vaktavika framundan. Alltaf frekar gaman á vöktunum – mánudagar eru alltaf ansi hektískir á bráðamóttökum. Fólk virðist bíða fram yfir helgina og koma svo á mánudegi – það gerir mánudagsvaktir ansi stífar en á sama tíma mjög skemmtilegar. Unglæknar fá frí fyrir vaktirnar sem byrja kl 1530 og standa yfir nóttina. Náði að bregða mér … Lesa meira